Hugmyndafræði Varðveislu
Í verkefnin eru skoðuð saman heilsunnar, fæðunnar og þarmaflóru líkamans. Viðfangsefnið er þróun á leiðum sem nefnd eru með náttúrulegum hætti þar sem örverur við stjórn.
Hönnuð eru matarílát úr leir sem notuð eru í tvenns konar gerjunarferli. Annars vegar ílát til gerjunar á grænmeti og hins vegar fyrir varðveislu súrdeigsmóður. Ferlin eru loftfirrt og eru ílátin önnur hönnuð fyrir þau. Vatnslás er innbyggður í ílátinu, hann hleypir lofti úr þeim en ekki inn í þau. Hönnunin vísar í hefðir, þær stjórnast af náttúrulegum ferlum sem innihalda góðgerla en þær eru nauðsynlegar fyrir meltingu okkar.
Nánar:
Varðveisla byggir á útskriftarverkefni Ingu Kristínar Guðlaugsdóttur, í vöruhönnun, frá Listaháskóla Íslands vorið 2019. Í nútímasamfélagi er lögð mikil áhersla á hraða og skilvirkni. Fólk vinnur langa vinnudaga og hefur lítinn tíma aflögu til að sinna grunnþörfum. Heilsa fólks er mikið í umræðunni á Íslandi og kemur reglulega upp umræða um hversu mikil áhrif þarmaflóran hefur á hana. Mataræði sem stuðlar að bættri heilsu og nýtingu næringarefna úr fæðunni nýtur vinsælda. Matarhönnun í dag gengur að miklu leyti út á að nota staðbundin hráefni, vinna matinn frá grunni og nýta náttúrulega ferla eins og gerjun matvæla. Hráefnin sem notuð eru í slíkum matargerð, eru einföld, aðgengileg og flest auðræktanleg á Íslandi. Því stuðlar hún að vali á staðbundnu hráefni og miðar þar af leiðandi að sjálfbærni. Sérstaða verkefnisins felst í því að hönnuð eru með sérstakri virkni sem nýtist í náttúrulega ferla, en þau byggjast á gömlum byrjuðum. Útlit ílátanna þ.e. form og áferð, vísa í innihald þeirra. Ílátin eiga að ýta undir áhuga á að nýta þessar gömlu hefðir. Áhugaverð ílát sem eftirsóknarvert er að hafa sýnilegt í fallegu umhverfi nútíma heimilis. Ílátin skapa umræðu sem hvetur til matargerðar á heimilinu. Það stuðlar einnig að því að hægja á og fá hvíld frá hraða og streitu umhverfisins.