Tebolli með haldi
Tebollinn er hannaður til að fara vel í hendi, hann er aðeins stærri en kaffibollinn. Haldið er frekar stórt svo auðvelt er að koma fingrum í það og ná góðu gripi. Bollinn er mótaður til að þægilegt sé að súpa úr honum gæðate. Hann er gerður úr sérstakri blöndu af steinleir.
Handgerðir hlutir
Allar vörur eru gerðar í höndunum og geta því verið lítillega breytilegar að lit og lögun. Glerjaðir hlutir eru glerjaðir í höndunum svo áferð glerungsins getur verið breytileg að litlu leyti sem gefur til kynna að hlutirnir eru gerðir af manna höndum. Þessi breytileiki er hluti af útliti og töfrum hlutarins.
Umhirða bollans
Þvoið bollann á hefðbundinn hátt með því að bursta hann með heitu vatni, ekki er nauðsynlegt að nota sápu. Má setja í uppþvottavél.
Nánari upplýsingar um vöru
Bollinn er framleiddur úr sérblönduðum steinleirssteypumassa. Hæð ca: 7,8 cm, þvermál: 10,7x13 cm með haldinu. Þyngd: 200 g.
Afhending pöntunar
Pantanir er hægt að sækja í vinnustofu Varðveislu, viðtakanda að kostnaðarlausu. Vinnustofan er staðsett í SnúSnú keramik í Kænuvogi 32. Engir fastir opnunartímar en afhent samkvæmt samkomulagi.
Einnig er hægt að fá pöntunina senda í pósti. Pósturinn rukkar sendingargjald.
Sími: 8980345, email: vardveisla@gmail.com