Saltskál
Saltskálin er hönnuð til að geyma salt, einnig er hún hentug fyrir hvers konar notkun á lítilli skál. Hægt er að fá skeið sem passar í skálina.
Handgerðir hlutir
Allar vörur eru gerðar í höndunum og geta því verið lítillega breytilegar að lit og lögun. Glerjaðir hlutir eru glerjaðir í höndunum svo áferð glerungsins getur verið breytileg að litlu leyti sem gefur til kynna að hlutirnir eru gerðir af manna höndum. Þessi breytileiki er hluti af útliti og töfrum hlutarins.
Umhirða ílátsins
Þvoið skálina með því að skrúbba hana vel með heitu vatni, ekki er nauðsynlegt að nota sápu.
Nánari upplýsingar um vöru
Ílátið er framleitt úr steinleir. Hæð ca: 5 cm, þvermál: 9,7 cm. Þyngd: 158 g.
Afhending pöntunar
Pantanir er hægt að sækja í vinnustofu Varðveislu eða fá sent í pósti gegn burðargjaldi.
Vinnustofan er staðsett í SnúSnú keramik í Kænuvogi 32. Engir fastir opnunartímar en afhent samkvæmt samkomulagi.
Sími: 8980345, Email: vardveisla@gmail.com