Súpuskál
Súpuskálin er sérstaklega löguð til að þægilegt sé að halda á henni í lófa. Hún hefur bogadregnar innri línur svo skeiðin rennur ljúflega eftir botninum og sérlega þægilegt þykir að borða súpu eða grauta úr henni. Skálin er glerjuð að innan og utan.
Handgerðir hlutir
Allar vörur eru gerðar í höndunum og geta því verið lítillega breytilegar að lit og lögun. Glerjaðir hlutir eru glerjaðir í höndunum svo áferð glerungsins getur verið breytileg að litlu leyti sem gefur til kynna að hlutirnir eru gerðir af manna höndum. Þessi breytileiki er hluti af útliti og töfrum hlutarins.
Umhirða ílátsins
Skálin þolir að vera sett í uppþvottavél, hún þolir líka að vera sett í örbylgjuofn. Má ekki setja í heitan ofn
Nánari upplýsingar um vöru
Skálin er framleitt úr steinleir. Hæð ca: 6,2 cm, þvermál: 17,8 cm. Þyngd: 457 g.
Afhending pöntunar
Pantanir er hægt að sækja í vinnustofu Varðveislu eða fá sent í pósti gegn burðargjaldi.
Vinnustofan er staðsett í SnúSnú keramik í Kænuvogi 32. Engir fastir opnunartímar en afhent samkvæmt samkomulagi.
Sími: 8980345, Email: vardveisla@gmail.com